Út er komið fræðsluefnið Líkami minn tilheyrir mér sem er aðallega ætlað nemendum í leikskóla en getu einnig nýst nemenum á yngsta stigi grunnskóla. Markmiðið með efninu er að veita börnum meiri þekkingu á líkama sínum, hvað eru mörk og kynferðislegt ofbeldi.
Fræðslan er leidd áfram af fjórum einföldum teiknimyndum sem fræða börn um kynferðisofbeldi, að slíkt sé aldrei þeim sjálfum að kenna og að það sé gagnlegt að segja einhverjum fullorðnum frá sem þau treysta.
Efninu fylgja samtalsspjöld ásamt kennsluleiðbeiningum. Þá er einnig hægt að nálgast fimm góð ráð til foreldra til að tala við börn um líkamann, mörk og ofbeldi og sniðmát af bréfi til forráðamanna ef leikskólinn vill nýta til að senda heim eða styðjast við til að segja frá fræðslunni.
Það eru Menntamálastofnun og Barnaheill sem gefa út efnið sem finna má á vefnum stoppofbeldi.is og á mms.is.