1. Forsíða
  2. Listavefurinn.is

Listavefurinn.is

„Allir hlutir og öll verk byrja með hugmynd sem ekki verður virk nema henni sé miðlað á einhvern hátt. … Að rýna í listaverk hjálpar okkur að skilja sögu, menningu og samfélagið í heild á sama tíma og það hjálpar okkur að eflast sem persónur.“ (Aðalnámskrá bls. 147)

Þetta er einmitt tilgangurinn með Listavefnum sem var að koma út hjá Menntamálastofnun í dag. Að gefa nemendum innsýn í heim sjónlista, textíls og hönnunar og kynna fyrir þeim íslenska listamenn og frumkvöðla á þeim sviðum. 

Listavefurinn er einkum fyrir kennara og nemendur á unglingastigi en nýtist öllum þeim sem áhuga hafa á listum og menningu. 

Vefurinn er enn í vinnslu – já, efnið er óþrjótandi og því verður bætt inn á hann jafnt og þétt.

Hér fyrir neðan getur þú séð nánar hvað vefurinn hefur upp á að bjóða.

 

skrifað 23. FEB. 2023.