1. Forsíða
  2. Lögfræðingur Menntamálastofnunar

Lögfræðingur Menntamálastofnunar

Menntamálastofnun hefur ráðið Valgerði Rún Benediktsdóttur sem lögfræðing/teymisstjóra hjá stofnuninni. Valgerður Rún er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur undanfarin átta ár starfað í Stjórnarráði Íslands þar af síðustu fjögur ár sem skrifstofustjóri skrifstofu viðskipta, nýsköpunar og ferðaþjónustu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.  Þá hefur Valgerður Rún setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins auk fjölda nefnda og ŕáða á vegum Stjórnarráðs Íslands. Við bjóðum Valgerði Rún velkomna í hópinn. 

skrifað 17. MAí. 2016.