1. Forsíða
  2. Mál í myndum

Mál í myndum

Menntamálastofnun, í samvinnu við Kennarasamband Íslands, efnir til málþingsins Mál í myndum fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 16:30 í Bókasafni Kópavogs. Er það gert í tengslum við sýningu Tíðarandi í teikningum sem sett var upp í bókasafninu og er opin til 23. febrúar. Þar má finna frumgerðir mynda úr námsbókum sem sumar eru allt að 80 ára og er sýningin bæði fyrir börn og fullorðna.

Erindi flytja Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, Ingimar Ólafsson Waage, aðjúnkt við Listaháskóla Íslands og Kristín Ragna Gunnarsdóttir, teiknari og rithöfundur.

Fundarstjóri verður Elín Lilja Jónasdóttir.

skrifað 15. FEB. 2019.