Ísbrú - félag kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál býður leikskólakennurum og kennurum á yngsta stigi grunnskólans vítt og breitt um landið, upp á starfsdag föstudaginn 20. maí kl. 13.00-17.00 í Safnaðarheimili Háteigskirkju í Reykjavík. Starfsdagurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráningum er lokið.
Föstudagurinn 20. maí frá kl. 13.00-17.00
Safnaðarheimili Háteigskirkju
Dagskrá:
13.00 Íslenska sem annað tungumál. Markviss vinna með viðeigandi málþætti – hagnýt ráð, hópavinna undir stjórn Huldu Karenar Daníelsdóttur og Ásthildar Bj. Snorradóttur
13.40 Íslenska sem annað tungumál, Sigríður Ólafsdóttir
14.20 Hópavinna
14.40 Kaffi
15.00 Móðurmál nemenda með íslensku sem annað tungumál, Renata Emilsson Pesková
15.40 Einn leikskóli, mörg tungumál, Fríða Bjarney Jónsdóttir
16.20 Kynning á spilum frá Spilavinum
17.00 Dagskrárlok
Ísbrú ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Lestrarteymi Menntamálastofnunar standa að starfsdeginum.
Erindin verða tekin upp og upptökur gerðar aðgengilegar á vef sambandsins og víðar.