1. Forsíða
  2. Málþing um námsgögn

Málþing um námsgögn

Menntamálastofnun stendur fyrir málþingi um námsgögn föstudaginn 1. desember nk. á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 13:00 - 16:30. 

Á málþinginu verður fjallað um námsgögn, tengsl þeirra við kennsluhætti og þróun námsefnis framtíðar. Þingið markar upphaf stefnumótunar um námsgögn og útgáfu Menntamálastofnunar til ársins 2023.

Jafnframt er þess minnst að í apríl sl. voru liðin 80 ár frá stofnun Ríkisútgáfu námsbóka. Myndir og námsbækur frá liðnum árum verða til sýnis á gangi og í sal.

Fyrirlesarar á málþinginu eru þeir Tim Oates frá Cambridge Assessment og Ross Mahon, svæðisstjóri Google á Norðurlöndum.

Dagskrá:

13:00 - 13:10 Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra.

13:10 - 13:20 Ávarp forstjóra Menntamálastofnunar.

13:20 - 14:00 Námsárangur og kennslugögn með áherslu á námsbækur - Tim Oates.

14:00 - 14:40 Framtíðarsýn Google á námsgögn og nám - Ross Mahon.

14:40 - 15:15 Kaffihlé.

15:15 - 16:30 Pallborð og spurningar úr sal - Einar Þorsteinsson fréttamaður stýrir. 

Skráning fer fram hér. Aðgangur er ókeypis.

skrifað 28. NóV. 2017.