1. Forsíða
  2. Matsferill í stað samræmdra könnunarprófa

Matsferill í stað samræmdra könnunarprófa

Nú er ljóst að samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á þessu skólaári og fram til 2024.  Prófunum var frestað í kjölfar lagabreytinga í sumar og ákveðið var að þróa áfram Matsferil, sem er nýtt samræmt námsmat í grunnskólum.

Framundan er áframhaldandi samráð og samvinna við skóla um Matsferil og vinna við skipulag á forprófunum á lesskilningsverkefnum og öðrum verkefnum sem geta nýst sem verkfæri fyrir skóla er hafin.

Sjá frétt mennta- og barnamálaráðuneytis

skrifað 02. SEP. 2022.