1. Forsíða
  2. Menntakvika 2017

Menntakvika 2017

Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Menntakvika: Rannsóknir, nýbreytni og þróun verður haldin 6. október næstkomandi við Háskóla Íslands.

Menntamálastofnun mun standa fyrir málstofunni Matstæki til að efla skólastarf sem fer fram í stofu H-208 klukkan 10:45 - 12:15. Málstofustjóri verður Sigurgrímur Skúlason próffræðingur hjá Menntamálastofnun og aðjúnkt við HÍ. Auk hans munu Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, sérfræðingur og doktorsnemi við HÍ og Auðun Valborgarson, sérfræðingur og cand. psych halda erindi. Erindin eru: Framfarir í lestri frá fyrsta til tíunda bekkjar, Ritun og stafsetning í Lesferli og Réttmæti lesfimiprófs í Lesferli með tilliti til Leiðar til læsis: Lesskimun fyrir 4. bekk og hljóðfærni. 

Sigurgrímur er einnig með erindið Líkamssamsetning, hreyfing og námsárangur: langtímarannsókn á málstofunni Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði - Heilsa í margbreytilegu samfélagi.

Þá mun Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun og doktorsnemi við HÍ, fara yfir þróunarsögu ytra mats á grunnskólum frá 1991-2017 í rannsóknarstofunni Stjórnun og forysta: Skólamenning, árangur og skólaþróun. 

Hátt í 220 erindi í 58 málstofum verða flutt á ráðstefnunni. VIðfangsefnin eru afar fjölbreytt og snerta öll fræðasvið menntavísinda auk þess sem verður boðið upp á tvær vinnustofur undir stjórn Dr. Zachary Walker.

Menntakvika verður sett við hátíðlega athöfn á Alþjóða degi kennara þann 5. október.

Dagskrá Menntakviku

 

skrifað 02. OKT. 2017.