1. Forsíða
  2. Menntamálastofnun í samstarf við Þorgrím Þráinsson

Menntamálastofnun í samstarf við Þorgrím Þráinsson

Menntamálastofnun hefur skrifað undir samning við Þorgrím Þráinsson barna- og unglingabókahöfund um námskeið í skapandi skrifum. Þorgrímur mun halda námskeið fyrir nemendur í 18 grunnskólum í vetur. Hann hefur nú þegar haldið námskeið á Vestfjörðum við góðar undirtektir og mun heimsækja Norðurland vestra á nýju ári.

Það er trú beggja aðila að þetta samstarfsverkefni geti á skemmtilegan og fræðandi hátt aukið áhuga barna á skapandi skrifum, bókum og bóklestri og haft áhrif á lestrarvenjur barna. Enda er það upplifun kennara og annarra er sinna störfum á skólabókasöfnum að útlán bóka aukist eftir að rithöfundar hafa verið í heimsókn.

skrifað 25. OKT. 2018.