1. Forsíða
  2. Menntamálastofnun minnir á Eitt skref í einu

Menntamálastofnun minnir á Eitt skref í einu

Stundum getur verið nauðsynlegt að nesta nemendur út í sumarið með þjálfunarefni og þá sérstaklega nemendur sem eru undir lesfimiviðmiði 1.

Eitt skref í einu er fjögurra vikna þjálfunarefni ætlað 7-10 ára nemendum sem þurfa á lesfimiþjálfun að halda en það eru foreldrar sem annast þjálfunina.

Auðvitað er nauðsynlegt að fá dálítið sumarfrí en það er getur verið góður undirbúningur undir nýtt skólaár að byrja markvissa þjálfun aðeins fyrr og því er Eitt skref í einu gott tilboð fyrir áhugasama nemendur og foreldra.

skrifað 18. MAí. 2020.