1. Forsíða
  2. Menntamálastofnun og Myndstef í samstarf

Menntamálastofnun og Myndstef í samstarf

Menntamálastofnun og Myndstef skrifuðu undir tímamótasamning 12. júní en með honum gefst Menntamálastofnun tækifæri til að birta á væntanlegum listavef sínum listaverk eftir íslenska listamenn.

Listavefurinn hefur verið í bígerð í töluverðan tíma og þessi samningur gerir það að verkum að hægt verður að opna vefinn næsta vetur.

Tilgangurinn með listavefnum er að kynna fyrir nemendum íslenska listamenn og frumkvöðla á því sviði. Á vefnum verður m.a. fjallað um bóklist, grafík, leir, ljósmyndun, málaralist, nýja miðla, samklipp, skúlptúr, teikningu, textíl og hönnun, auk þess sem fjallað verður um listasögu allt frá tímum hellalistar til dagsins í dag.

 

skrifað 12. JúN. 2020.