1. Forsíða
  2. Menntamálastofnun óskar eftir samstarfi

Menntamálastofnun óskar eftir samstarfi

Menntamálastofnun óskar eftir samstarfi við kennara um þróun verkefna í málnotkun fyrir samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 9. bekk.

Hjá Menntamálastofnun eru samræmd könnunarpróf í stöðugri þróun en þeim er ætlað að endurspegla áherslur í aðalnámskrá grunnskóla. Við gerð prófatriða er beitt faglegum og öguðum vinnubrögðum og prófatriði markvisst búin til þannig að þau reyni á tiltekna færni með tilteknum hætti.

Hugmyndin með samstarfinu er að fá nokkra reynda íslenskukennara í afmarkaða vinnu við gerð nýrra prófatriða.

Gert er ráð fyrir að verkefnið verði unnið í verktakavinnu og ákveðinn sveigjanleiki er á því hvenær það er unnið.

Nánari upplýsingar veita Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs [email protected] og Inga Úlfsdóttir, próffræðingur, [email protected].

skrifað 22. DES. 2020.