Athygli er vakin á því að ekki er lengur hægt að kaupa námsbækur og annað námsefni hjá Menntamálastofnun. Námsefni er nú eingöngu úthlutað til grunnskóla. Þá hefur sú nýbreytni verið tekin upp að kvóti skóla hefur verið afnuminn.
Vert er að vekja athygli á að mestallt nýtt efni sem Menntamálstofnun gefur út er einnig til á rafbókum, auk þess sem námsvefir og hljóðefni er aðgengilegt á vefnum sem er öllum opinn.
Í rafbókaskápnum er að finna efni sem er aðgengilegt fyrir alla.