Vakin er athygli á vefnum Stopp ofbeldi sem á að nýtast fyrir kennara í vinnu gegn kynferðislegu ofbeldi og áreiti á öllum skólastigum.
Efnið á vefnum hefur verið flokkað betur og töluvert af nýju efni bætt inn, t.d. fyrir starfsbrautir og þau sem þurfa mikið aðlagað efni í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum.
Nýtt efni fyrir leikskóla og yngsta stig var auglýst á mánudaginn og kennarar eru hvattir til að nýta sér það efni sem allra best.
Fólk má senda ábendingar um efni sem gæti átt heima á vefnum á [email protected]