Þú ert hér

Munurinn á raðeinkunn og hæfnieinkunn

Hæfnieinkunnir eru útbúnar með próffræðilíkani sem tekur tillit til þess hve þungum eða léttum spurningum hver nemandi svarar. Þess vegna standast raðeinkunn og hæfnieinkunn ekki alltaf á, nemandi sem svarar færri en þyngri spurningum getur fengið hærri hæfnieinkunn en nemandi sem svarar fleiri spurningum rétt.

Nemendur með sömu raðeinkunn geta þannig fengið ólíkar hæfnieinkunnir sem fara eftir þyngd rétt leystra verkefna.

skrifað 19. APR. 2017.