1. Forsíða
  2. Námsefni í myndmennt – Ég sé með teikningu

Námsefni í myndmennt – Ég sé með teikningu

Vakin er athygli á nýju námsefni í myndmennt er nefnist Ég sé með teikningu. Því er ætlað að efla nemendur í teikningu og sköpun og gera þá hæfa til að teikna eftir fyrirmyndum sem og eftir eigin ímyndun. Námsefnið er sett fram sem hugmyndabanki og byggist upp á sex köflum sem hver um sig miðar að ákveðinni hæfni í teikningu og sköpun.

Höfundur efnisins er Björg Eiríksdóttir, kennari og listamaður og Harpa Pálmadóttir er ritstjóri þess ([email protected]).

skrifað 15. MAí. 2019.