1. Forsíða
  2. Námsefnishöfundar í skrift

Námsefnishöfundar í skrift

Menntamálastofnun auglýsir eftir námsefnishöfundi í afmarkað verkefni við að semja námsefni í skrift fyrir yngsta og miðstig grunnskólans.  

Umsækjandi þarf að:  

- hafa kennaramenntun 

- hafa kennslureynslu á yngsta stigi 

- búa yfir góðri færni í íslensku og textavinnu 

- búa yfir skapandi hugsun og hugmyndaauðgi 

- hafa góða færni í samskiptum og samvinnu 

Einstaklingar geta sótt um en einnig geta tveir sótt um að vinna verkið saman. Nauðsynlegt er að geta hafið vinnu við námsefnisgerðina sem fyrst. 

Óskað er eftir að umsóknum fylgi greinargott kynningarbréf þar sem tilgreind er menntun og starfsreynsla. Umsóknir skulu berast á netfangið [email protected] merkt Námsefni í skrift og nafni umsækjanda. 

Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2022. 

Nánari upplýsingar gefa Elín Lilja Jónasdóttir [email protected] og Guðbjörg Rut Þórisdóttir [email protected]  

skrifað 07. NóV. 2022.