1. Forsíða
  2. Námsefnishöfundar komu færandi hendi

Námsefnishöfundar komu færandi hendi

Fyrir skömmu fengum við hjá Menntamálastofnun góða heimsókn þegar Sigrún Aðalbjarnardóttir og Árný Elíasdóttir komu færandi hendi.

Þær hafa unnið fyrir stofnunina m.a. sem höfundar efnisins Samvera sem samanstendur af fjórum nemendaheftum, kennsluleiðbeiningum og foreldrahandbók. Efnið var upphaflega gefið út 1992 og uppfært 2008. Búið var að gera lokasamkomulag og útgáfu efnisins hætt. Kom þá í ljós að enn var eftirspurn eftir efninu og ákváðu Sigrún og Árný að gefa okkur efnið. Menntamálastofnun hefur nú sett námsefnið á rafrænt form og er það aðgengilegt öllum á mms.is.

Við þökkum Sigrúnu og Árnýju kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

skrifað 16. JúN. 2022.