1. Forsíða
  2. Námsefnishöfundar óskast

Námsefnishöfundar óskast

Menntamálastofnun auglýsir eftir námsefnishöfundum í afmarkað verkefni við að semja byrjendanámsefni (1. stig) í íslensku sem öðru tungumáli ætlað fyrir nemendur á mið- og unglingastigi grunnskólans. Um er að ræða námsefni sem verður unnið á grunni endurskoðaðs kafla 19.3 í aðalnámskrá grunnskóla og sem stefnt er að taki gildi þann 15. ágúst n.k. og þarfagreiningu sem unnin var af starfshópi hjá Menntamálastofnun.

Umsækjandi þarf að:
- hafa háskólamenntun við hæfi (t.d. kennaramenntun, íslensku, ritlist, önnur tungumál)
- hafa reynslu af kennslu íslensku sem annars tungumáls, helst á grunnskólastigi
- búa yfir framúrskarandi færni í íslensku og textavinnu
- hafa þekkingu á fjölbreyttum kennsluháttum
- hafa skapandi hugsun og hugmyndaauðgi
- hafa góða færni í samskiptum og samvinnu-hafa innsýn í líf barna og ungmenna á Íslandi
- búa yfir menningarnæmi og þekkingu á aðstæðum innflytjenda á Íslandi

Enn fremur er æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu á eða reynslu af:
- fjölmenningarlegu skólastarfi
- Evrópska tungumálarammanum
- straumum og stefnum í tungumálanámi
- námsefnisgerð og útgáfu

Gert er ráð fyrir að höfundar námsefnisins verði tveir. Einstaklingar geta sótt um en einnig geta tveir sótt um að vinna verkið saman. Óskað er eftir að umsóknum fylgi greinargott kynningarbréf þar sem tilgreind er menntun og starfsreynsla ásamt öðrum upplýsingum. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Umsóknir skulu berast á netfangið [email protected] merkt Íslenska sem annað tungumál og nafni umsækjanda/umsækjenda.

Nánari upplýsingar gefa Þorbjörg Halldórsdóttir [email protected] og Elín Lilja Jónasdóttir [email protected]

Umsóknarfrestur er til 21. júní 2021.

 

 

 

skrifað 08. JúN. 2021.