1. Forsíða
  2. Námsval nýnema í framhaldsskóla haustið 2019

Námsval nýnema í framhaldsskóla haustið 2019

Líkt og áður hefur komið fram sóttu 4.077 nemendur um skólavist í framhaldsskóla haustið 2019, eða rúm 95% nemenda sem luku grunnskóla í vor. Öllum nemendunum hefur verið tryggð skólavist en Menntamálastofnun hefur nú flokkað innritanir í framhaldsskóla gróflega eftir því hvort nemendur velji sér bóknám, listnám, starfsnám eða skráist á almenna námsbraut eða framhaldsskólabraut. Almennar námsbrautir og framhaldsskólabrautir eru einkum ætlaðar þeim sem ekki uppfylla inntökuskilyrði til að komast beint á aðrar brautir eða eru óvissir um námsval sitt.

Skipting nemenda milli brauta í ár er svipuð því sem var á síðasta ári. Um 67% nemenda innrituðust nú á bóknámsbrautir til stúdentsprófs, en 64% árið 2018. Um 15% innrituðust í starfsnám nú, en 16% árið 2018. Þess má geta að þetta hlutfall var 12% árið 2017. Um 14% innrituðust nú á almennar brautir eða framhaldsskólabrautir, en 15% árið 2018. Loks innrituðust um 4% á listnámsbrautir til stúdentsprófs, en 5% árið 2018.

Hér að neðan má sjá skífurit yfir skiptingu innritana árin 2019 og 2018.

 

 

 

 

skrifað 28. JúN. 2019.