1. Forsíða
  2. Náttúran í nærumhverfinu

Náttúran í nærumhverfinu

Hinn 16. september nk. verður degi íslenskrar náttúru fagnað og af því tilefni hefur tillögu að skapandi verkefni verið miðlað til allra grunnskóla landsins en yfirskrift þess er „Náttúran í nærumhverfinu“. Fjallað er um verkefnið í frétt á vef Stjórnarráðsins

Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur til að nota náttúruna sem innblástur listrænnar sköpunar og er það útfært sérstaklega fyrir hvert aldursstig. Viðfangsefni er hægt að vinna jafnt á skólalóð sem og í næsta umhverfi og er hvatt til þess að allir nemendur taki þátt. Það krefst lítils undirbúnings og skólagagna og tekur lengd þess mið af ólíkri getu og úthaldi nemenda. Hægt er að nálgast verkefnið hér.

Að verkefninu standa mennta- og menningarmálaráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samstarfi við Landvernd og Reykjavíkurborg.

 

 

skrifað 10. SEP. 2020.