1. Forsíða
  2. Nemendum þakkað fyrir aðstoðina

Nemendum þakkað fyrir aðstoðina

Í upphafi árs heimsótti Ragnar Ingi Aðalsteinsson, ásamt fulltrúum Menntamálastofnunar, nemendur í 9. EHG í Foldaskóla og afhenti þeim eintak af Kjalnesinga sögu.

Ástæða heimsóknarinnar var að þakka fyrir aðstoð nemenda en Ragnar Ingi skrifaði stytta útgáfu af bókinni og fékk nemendurna til að lesa yfir og gera athugasemdir. Þessi vinna hefur nýst Menntamálastofnun vel og erum við nemendum mjög þakklát fyrir þeirra hlut.

Nemendur í Foldaskóla hafa áður aðstoðað við samskonar verkefni þegar unnið var að Gísla sögu og Laxdælu og einnig við nýjasta handritið af Íslendingaþáttum sem er enn ekki komið út.

skrifað 31. JAN. 2019.