1. Forsíða
  2. Niðurstöður lesfimiprófa Lesferils frá janúar 2018

Niðurstöður lesfimiprófa Lesferils frá janúar 2018

Út er komin skýrsla um niðurstöður lesfimiprófa Lesferils frá janúar 2018. Þar má sjá meðaltöl lesinna orða allra árganga í landinu ásamt hlutföllum nemenda eftir frammistöðu samkvæmt lesfimiviðmiðum MMS.

Í skýrslunni má meðal annars sjá að allir árgangar lesa að meðaltali mun fleiri orð nú í upphafi árs en viðmið 1 gera ráð fyrir að vori. Með markvissri þjálfun fram að vori ættu allir árgangar að ná að lesa að meðaltali þann orðafjölda sem viðmið 2 gera ráð fyrir en huga þarf sérstaklega að nemendum í 6. til 9. bekk.

Að prófi loknu fá kennarar aðgang að niðurstöðum bæði sem töflu og súluriti þar sem fram kemur staða og framfarir nemenda yfir skólaárið ásamt meðaltali lesinna orða í hverjum árgangi allra nemenda á Íslandi sem tóku þátt í prófinu. Einnig er prentvænt einkunnarblað fyrir alla nemendur aðgengilegt sem kennarar geta nýtt sér til að upplýsa foreldra og forráðamenn um stöðu hvers og eins. Nemandinn sér sínar framfarir á mynd og í tölum sem hjálpar honum við að setja sér markmið.Orðafjöldi nemanda er vísbending um hve sjálfvirkur lestur hans er og ætti að skoða hana í samhengi við viðmið Menntamálastofnunar og persónulega framvindu einstaklingsins. 

Ánægjulegt er að sjá hve mikil aukning er meðal þeirra sem nota prófin frá því fyrir ári síðan en um og yfir 90 prósent nemenda í flestum árgöngum tóku prófi, miðað við um 70 prósent nemenda í janúar 2017.

 

 

skrifað 14. FEB. 2018.