1. Forsíða
  2. Niðurstöður PISA 2022 kynntar 5. desember

Niðurstöður PISA 2022 kynntar 5. desember

Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun boða til opins kynningarfundar um niðurstöður PISA könnunarinnar 2022, þriðjudaginn 5. desember kl. 15:00 – 17:00 á Litla torgi. Á fundinum munu sérfræðingar kynna niðurstöður, greina þær og kynna tillögur að mögulegum framfaraskrefum.Fundinum verður streymt.

Hér er hlekkur á streymi - https://livestream.com/hi/pisa2022

Dagskrá:

15:00 Setning - Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

15:05 Ávarp - Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar

15:15 Niðurstöður PISA 2022 - Guðmundur Bjarki Þorgrímsson, sérfræðingur, Menntamálastofnun

15:40 Stærðfræðilæsi: Rýnt í niðurstöður - Freyja Hreinsdóttir, prófessor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

16:00 Lesskilningur: Rýnt í niðurstöður - Sigríður Ólafsdóttir, dósent, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

16:10 Náttúruvísindalæsi: Rýnt í niðurstöður - Haukur Arason, dósent og Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

16.20 Niðurstöður PISA: Næstu skref Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

16:45 Umræða með þátttöku hagaðila

16:30 Ávarp Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra

17:00 Fundarlok

Fundarstjóri: Berglind Gísladóttir, lektor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Vakin er athygli á að á vorönn 2023 munu Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun standa fyrir röð málstofa þar sem fjallað verður nánar um niðurstöður PISA rannsóknarinnar á einstökum sviðum.

skrifað 30. NóV. 2023.