1. Forsíða
  2. Norræna skólaspjallið

Norræna skólaspjallið

Þann 26. maí 2016 milli klukkan 10:00-13:00 CEST (að samevrópskum sumartíma) geta skólabekkir víðs vegar um Norðurlönd tekið þátt í hinum stóra netviðburði - Norræna skólaspjallinu - á nýjan leik. Þar geta nemendur komist í kynni við fjölmarga nema frá hinum Norðurlöndunum í röð af spennandi og handahófskenndum tungumála- og menningarfundum á hinu nýtilkomna raðspjalli. Spjallið á sér stað á heimasíðunni nordeniskolen.org og er öllum að kostnaðarlausu!

Tengill á vefinn Skolen i norden á vef Menntamálastofnunar. 

Sjá kynningarmyndband 

Nánari upplýsingar um framkvæmd skólaspjallsins 

Norden i Skolen er ókeypis námsgátt sem hefur verið starfrækt frá 2012. Námsgáttin færir kennurum og nemendum á Norðurlöndunum nýstárlegar aðferðir til að vinna með norræn tungumál og menningu, sem og loftslag og náttúru. Norden i Skolen er ætlað til kennslu bæði á grunnskólastigi og framhaldsskólastigi og eru þegar yfir 5200 kennarar skráðir. Norden i Skolen er þróað af Sambandi Norrænu félaganna og Norræna skólaspjallið er styrkt af Nordisk Sprogkoordination og Nordplus Sprog.

Norræna skólaspjallið er "raðspjall", sem gefur norrænum nemendum færi á að spjalla við fjölmarga jafnaldra sína þar sem þátttakendur eru paraðir saman í handahófskennda röð - svolítið líkt og maður tæki ókunnuga manneskju tali í strætó eða úti á götu. Á skjánum verða tveir "spjallgluggar" - í öðrum þeirra birtist mynd af manni sjálfum og í hinum þeim sem spjallað er við, ýmist öðrum norrænum nemendum eða skólabekk. Með því að smella á hnappinn "Næsti" færist maður á næsta fund og hittir fyrir annan nemanda eða bekk.

Meginmarkmiðið með Norræna skólaspjallinu er að skapa vettvang fyrir fjöldann allan af skemmtilegum tungumála- og menningarhittingum meðal norrænna nemenda," segir Thomas Henriksen, verkefnisstjóri Norden i Skolen. Thomas hefur einnig lagt mikið upp úr því að reyna að innleiða þetta norræna sjónarhorn í fleiri fög skólans: "Spjallið getur t.a.m. verið skemmtilegur þáttur í tungumálakennslu, sem spjall um Norðurlönd í landafræðikennslu eða sem grundvöllur til rökræðna í sögukennslu - þar sem einnig má velta fyrir sér á hvaða grundvelli við skiljum og skynjum hvert annað ... ".

Norrænt skólaspjall gerir nemendum kleift að kynnast norrænum tungumálum af eigin raun, þar sem miðast er að því að allir reynir fyrir sér á nágrannamálunum dönsku, norsku og sænsku.

Netspjallið gekk afar vel á Degi Norðurlanda á síðasta ári og opnar aftur í ár, þann 26. maí næstkomandi - og verður opið milli kl. 10:00-13:00 CEST (að samevrópskum sumartíma). Allir geta tekið þátt!

Verkefnisstjóri Norden i Skolen er Thomas Henriksen - netfang: [email protected]

 

Texti er fenginn úr fréttatilkynningu. 

 

 

 

 

skrifað 20. MAí. 2016.