1. Forsíða
  2. Ný Eurydice skýrsla – Fjöldi kennslustunda í skyldunámi

Ný Eurydice skýrsla – Fjöldi kennslustunda í skyldunámi

Í skýrslunni „Recommended Annual Instruction Time in Full-time Compulsory Education in Europe 2020/21“  er borinn saman fjöldi kennslustunda í skyldufögum í evrópskum grunnskólum, bæði heildarfjöldinn á allri grunnskólagöngunni og svo í hverju fagi fyrir sig. Alls taka 39 Evrópuríki þátt í rannsókninni.

Kennslutími í skyldunámi getur gefið vísbendingar um ólíkar áherslur ríkja á tiltekin fög og hvernig námsskrárnar samræmast hugmyndum um hvaða námsgreinar eru mikilvægar fyrir nemendur og vinnuafl 21. aldarinnar. Birtur er heildarkennslustundarfjöldi fyrir yngsta-, mið- og unglingastig í hverju landi og skoðað hvernig kennslutíma er skipt á tiltekin kjarnafög. Í skýrslunni er að finna yfirlit um einstök lönd ásamt skýringamyndum sem sýna ráðlagðan kennslutímafjölda á ári fyrir hvern árgang, námssvið og land, auk skilgreininga á námssviðum og námskrám. Fram kemur meðal annars að Ísland er meðal örfárra landa þar sem kennslustundafjöldi á miðstigi er minni en á yngsta stigi.

Hér má sjá samantekt Menntamálastofnunar en skýrsluna sjálfa má nálgast hér.

skrifað 07. JúL. 2021.