Skýrslan fjallar um og ber saman laun evrópskra kennara og skólastjóra í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem starfa innan almennra opinberra skóla á skólaárinu 2021/2022.
Í samanburðarskýrslunni eru samningsbundin- og raunlaun byrjendakennara skoðuð en einnig eru bornar saman horfur á launahækkunum allan starfsferilinn og slíkar þrepahækkanir bornar saman milli landa. Einnig er farið yfir helstu breytingar sem gerðar hafa verið á launum kennara í þátttökuríkjunum undanfarin ár, reiknað er út meðaltal raunlauna að meðtöldum hlunnindum og öðrum aukagreiðslum og að lokum er farið yfir ólíkar forsendur eða kröfur sem gerðar eru í þátttökuríkjunum til þeirra sem sækja um skólastjórnendastöður. Laun skólastjórnenda eru einnig borin saman milli ríkjanna sem taka þátt í rannsókninni.
Í viðauka skýrslunnar og á vef Eurydice-samstarfsins má einnig nálgast öll hrágögn og upplýsingar um laun í hverju landi fyrir sig á Excel-sniði.
Rannsóknin var samstarfsverkefni fulltrúa OECD/NESLI samstarfsins og Eurydice-samstarfsins.