Viðfangsefni rannsóknarinnar er lengd og fyrirkomulag skólaársins 2022-2023 tekur bæði til grunn- og framhaldsskólastigsins. Í skýrslunni má finna samanburðarhæfar upplýsingar um lengd skólaársins og heildarfjölda skóladaga, þar með talið virkra kennsludaga en einnig má í skýrslunni finna yfirlit yfir fjölda frídaga í hverju landi. Ef litið til allra landa sem rannsóknin nær til má sjá að töluverður munur getur verið á fjölda og lengd skólafría. Hins vegar er skólaárið að jafnaði svipað að lengd í Evrópu þegar heildarfjöldi skóladaga er skoðaður. Þetta og fleira um evrópska skólaárið má sjá í skýrslunni sem lesa má í heild sinni hér.