Niðurstöður Eurydice-rannsóknar um stöðu áherslna á fjölbreytileika og inngildingu í evrópskum skólum benda til að gera þurfi gangskör að því að skapa réttlátari umgjörð utan um skóla í Evrópu þrátt fyrir veigamiklar breytingar í rétta átt. Fylgja þurfi eftir settum stefnum um skóla án aðgreiningar og ganga lengra í því að skapa aðstæður og umhverfi í skólum sem ýtir undir það að allir nemendur, óháð persónulegum eða félagslegum eiginleikum þeirra, geti lært í öruggu og hvetjandi umhverfi. Eins þarf að gera betur í að veita nemendum sem þurfa á stuðningsúrræðum að halda aðgang að stuðningi svo þeir geti blómstrað í námi.
Nálgast má skýrsluna hér.
Eins má nálgast samantekt niðurstaðna skýrslunnar hér