1. Forsíða
  2. Ný lesfimiviðmið birt á degi íslenskrar tungu

Ný lesfimiviðmið birt á degi íslenskrar tungu

Á morgun verða birt lesfimiviðmið fyrir 1.-10. bekk grunnskóla. Viðmiðin eru einskonar vörður sem settar eru fram á þann hátt að þær sýna stígandi í lesfimi frá einum tíma til annars. 

Ný lesfimiviðmið Menntamálastofnunar eru almenn viðmið um færni nemenda í lesfimi sem er mæld sem rétt lesin orð á mínútu. Hlutverk viðmiðanna eru að setja markmið fyrir nemendur í hverjum árgangi þannig að þeir verði undirbúnir fyrir kröfur á næstu stigum náms.

Þau miðast við niðurstöður úr lesfimiprófum Lesferils og því er ekki hægt að nota önnur próf til að meta hvort nemandi hafi náð þessum viðmiðum. 

skrifað 15. NóV. 2016.