1. Forsíða
  2. Ný matsviðmið fyrir 4. og 7. bekk

Ný matsviðmið fyrir 4. og 7. bekk

Vakin er athygli á því að gerð hafa verið ný leiðbeinandi matsviðmið fyrir 4. og 7. bekk í íslensku, stærðfærði og erlendum tungumálum. Þau má finna í nýjum kafla, nr. 27, í aðalnámsskrá grunnskóla og eru kennarar hvattir til að nýta sér þau við lokamat nemenda þessara bekkja.

Matsviðmið eru lýsing á hversu vel nemandi hefur skilgreinda hæfni á valdi sínu. Matsviðmiðin eiga einungis við um 4. bekk til að styðja við námsmat við lok yngsta stigs og við 7. bekk til að styðja við námsmat við lok miðstigs. Gert er ráð fyrir að skólar setji matsviðmið fyrir aðra árganga og geri grein fyrir þeim í sinni skólanámskrá.

Auglýsing um breytingu þessa var birt í Stjórnartíðindum þann 29. júlí sl.

Unnið er að leiðbeinandi matsviðmiðum fyrir önnur greinarsvið og verða þau nánar auglýst síðar.

Til stendur að endurskoða einstaka hluta aðalnámskrár grunnskólanna og verður þeim verkþáttum forgangsraðað. Þegar er hafin endurskoðun á kafla 19.3 um íslensku sem annað tungumál og endurskoðun á kafla 16 um undanþágur frá skólasókn er að hefjast. Þá verður kafli 9 um námsmat í grunnskóla tekinn til endurskoðunar á næstu misserum sem og kaflar um greinasvið. Stefnt er að víðtæku samráði við skólasamfélagið um þær breytingar sem ráðist verður í.

 

skrifað 21. áGú. 2019.