1. Forsíða
  2. Ný rafræn námskeið

Ný rafræn námskeið

Ný rafræn námskeið frá Barna- og fjölskyldustofu hafa verið sett inn á vefinn Stopp ofbeldi og eru kennarar hvattir til að kynna sér þau. Námskeiðin eru öllum að kostnaðarlausu og hægt er að kynna sér þau þegar það hentar. Þegar námskeiði er lokið fær viðkomandi sent skjal í tölvupósti sem staðfestir að viðkomandi hafi lokið námskeiðinu.  

Námskeiðin eru ætluð öllum þeim sem koma að starfi með börnum upp að 18 ára aldri. Þau eru  fimm talsins og velja þátttakendur sér námskeið eftir því á hvaða aldursbili þau börn eru sem viðkomandi hefur helst afskipti af gegnum störf sín.

Námskeiðin samanstanda af sex námsþáttum sem byggja á stuttum myndböndum, spurningum til umhugsunar og ítarefni. Þar er tekið á ýmsum þeim atriðum sem mikilvægt er að þau sem vinna með börnum þekki og séu meðvituð um, s.s. möguleg einkenni kynferðisofbeldis, tilkynningaskyldu, hvað þykir eðlileg kynferðisleg hegðun barna á ákveðnum aldri, viðbrögð við óeðlilegri kynhegðun barna og einkenni sem benda til þess að barn hafi orðið fyrir ofbeldi eða að það vilji segja frá.

skrifað 23. NóV. 2023.