Birt hefur verið ný reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla. Nefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis hefur unnið að breytingum á reglugerð nr. 435/2009 um framkvæmd og fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla til að ná utan um þær ákvarðanir sem hafa verið teknar í samræmi við lagabreytingar á grunnskólalögum samhliða lögum um Menntamálastofnun. Reglugerðin var unnin af verkefnahópi með fulltrúum úr ráðuneytinu og Menntamálastofnun. Drög að reglugerðinni voru sett í opið samráð á netinu í lok árs 2016 og komu ýmsar ábendingar og athugasemdir frá hagsmunaaðilum en almenn sátt virðist vera meðal allra aðila um reglugerðina. Vakin er athygli á því að ekki er verið að breyta hlutverki samræmdra könnunarprófa í grunnskólum. Frétt mennta- og menningarmálaráðuneytis ásamt samantekt má finna hér