1. Forsíða
  2. Ný útgáfa af handbókinni Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla.

Ný útgáfa af handbókinni Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla.

Út er komin ný útgáfa af handbókinni Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla. Bókin var fyrst gefin út árið 2014 að tilstuðlan Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum í samstarfi við Menntamálastofnun.

Nú hefur bókin verið uppfærð og endurskoðuð af höfundunum Guðrúnu Kristinsdóttur og Nönnu Christiansen og var það gert í framhaldi af ályktun Alþingis árið 2020 um að fela forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra að koma á skipulögðum forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Forvarnirnar ættu að vera samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum og einnig eiga sér stað á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi og öðru tómstundastarfi.

Bók þessi er gott verkfæri í vinnu starfsfólks skóla í þessum málaflokki.

skrifað 05. MAí. 2022.