1. Forsíða
  2. Nýir tímar - Aukin áhersla á hæfni og læsi í grunnskólum

Nýir tímar - Aukin áhersla á hæfni og læsi í grunnskólum

Ritið Nýir tímar - Aukin áhersla á hæfni og læsi í grunnskólunum er komið út á vef. 

Það er gömul saga og ný að þegar finna á lausnir á flóknum viðfangsefnum nútímans beinist umræðan fljótt að því hvernig unnt er að bæta menntun ungs fólks. Á nýrri öld eru viðfangsefnin vissulega ærin. Má þar nefna loftslagsbreytingar, hraða tækniþróun, breytingar í efnahagslífi, nýjar kröfur um lýðræðislega þátttöku, hræringar á alþjóðlegum vettvangi og fólksflutninga.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur látið útbúa kynningarrit sem útskýrir helstu breytingar sem eru í gangi í grunnskólum landsins og er gert ráð fyrir að það verði sent rafrænt til foreldra og forráðamanna allra grunnskólanemenda í landinu.

Opna kynningarritið Nýir tímar 

 

skrifað 08. JúN. 2016.