Menntamálastofnun hefur gefið út þrjár nýjar kennslubækur í heimilisfræði. Bækurnar heita Heimilisfræði 2, Heimilisfræði 3 og Heimilisfræði 4 og eru höfundar þeirra Jóhanna Höskuldsdóttir og Ólöf Jónsdóttir. Í bókunum eru einfaldar uppskriftir í bland við fróðleik um heilbrigða lífshætti, neysluvenjur og umhverfisvernd. Bækurnar eru hugsaðar fyrir nemendur í 2. - 4. bekk. Bækurnar eru bæði gefnar út á prentuðu formi og sem flettibækur á netinu.
Hér getur þú skoðað rafbækurnar.