„Það hefur sýnt sig hversu mikilvægu hlutverki fagráð eineltismála sinnir fyrir skólasamfélagið, bæði með ráðgjöf og við úrlausn erfiðra mála. Það er mikið framfaraspor að ráðið muni nú einnig liðsinna í málum er tengjast framhaldsskólunum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í frétt á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þar er fjallað um þá breytingu að nú starfi ráðið bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla.
Fréttina má sjá hér.