1. Forsíða
  2. Nýr matsrammi - Fjölbreytt lestrarkennsla og þjálfun

Nýr matsrammi - Fjölbreytt lestrarkennsla og þjálfun

Menntamálastofnun hefur nú gefið út nýjan matsramma fyrir lesfimi. Með matsrammanum verður hægt að meta fleiri hliðar lesfiminnar með skýrum og greinargóðum hætti.

Ramminn er því mikilvæg viðbót við hin hefðbundnu lesfimipróf sem stofnunin gefur út. Markviss notkun hans er góður grunnur að fjölbreyttri lestrarkennslu og þjálfun og því gott tæki til efla læsi nemenda.

Með matsrammanum bætist enn eitt verkfærið í verkfærakistu kennara en rammann, ásamt handbók, má finna á Læsisvefnum. Hvetjum við kennara til að kynna sér efnið vel enda er hér um mikilvægt verkfæri að ræða.

Boðið verður upp á kynningu á rammanum og mun skólum berast nánari upplýsingar á næstunni.

skrifað 15. APR. 2021.