1. Forsíða
  2. Nýr rammasamningur Menntamálastofnunar og Hagþenkis

Nýr rammasamningur Menntamálastofnunar og Hagþenkis

Fulltrúar Menntamálastofnunar og Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, rituðu í gær undir samning um kjör námsefnishöfunda sem starfa fyrir stofnunina á grundvelli verkefnaráðningar.

Markmið samningsins er að stuðla að þróun á sviði námsefnisgerðar og faglegra vinnubragða, skýra viðmið um kjör námsefnishöfunda og festa í sessi samskipti höfunda og Menntamálastofnunar.

skrifað 10. JAN. 2023.