Þú ert hér

Nýr sviðsstjóri matssviðs

Sverrir Óskarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar. 

Sverrir er menntaður kennari, félagsráðgjafi og stjórnsýslufræðingur. Hann hefur frá árinu 2004 starfað á réttindasviði Tryggingastofnunar sem yfirfélagsráðgjafi, verkefnastjóri og teymisstjóri. Sverrir starfaði um tíma sem sviðstjóri barnasviðs Svæðisskrifstofu fatlaðra í Reykjavík. Þá hefur hann kennt við Menntaskólann í Kópavogi, Hafralækjaskóla, námsflokkum og sinnt stundakennslu. Hann hefur einnig um langan tíma þjálfað yngri flokka í knattspyrnu hjá Breiðabliki og verið öflugur í ýmsu félagsstarfi.

Hann hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs frá 2014 og hefur sem fulltrúi meirihlutans þar verið varaformaður menntaráðs, varaformaður velferðarráðs, formaður skipulagsráðs, í stjórn Strætó og í ýmsum starfshópum innan bæjarfélagsins.  

Sverrir hefur lokið kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri og hefur leyfi til að starfa sem framhaldsskólakennari og grunnskólakennari. Hann er með meistarapróf (cand.adm) í stjórnun og opinberri stjórnsýslu frá Roskilde Universitetcenter og lauk réttindanámi í félagsráðgjöf og BA í félagsfræði frá Háskóla Íslands.

Sverrir mun koma að fullu til starfa í byrjun ágúst.

Menntamálastofnun býður hann hjartanlega velkominn til starfa.

 

skrifað 15. JúN. 2017.