Kennarar hafa kallað eftir aðferðum til að þjálfa lesfimi hjá eldri nemendum en nú er búið að taka saman nokkrar áhugaverðar aðferðir sem nemendur geta notað til að þjálfa lesfimi á eigin spýtur eða í samvinnu við jafnaldra.
Aðferðirnar sem um ræðir er einföld útgáfa af paralestri, upptaka á eigin lestri, endurtekinn lestur með áherslu á nákvæmni, Að bíða, minna á og hrósa, og mótun hendinga. Flétta má aðferðunum saman eða vinna með hverja fyrir sig, allt eftir þörf og áhuga.
Minnum einnig á Fimmuna sem er enn ein þjálfunarleið fyrir sama aldurshóp.