1. Forsíða
  2. Nýtt á vef Menntamálastofnunar

Nýtt á vef Menntamálastofnunar

Fyrsti smellur er fyrsta bókin af þremur í lesskilningi fyrir miðstig. Nemendur lesa fjölbreytta texta og vinna verkefni í tengslum við efnið. Hver opna er sjálfstæð og hægt að velja þær eftir áhuga nemenda og áherslum kennara. Höfundar eru Ása Marin Hafsteinsdóttir og Kristjana Friðbjörnsdóttir en þær hafa   einnig skrifað bækurnar Orðspor 1, 2 og 3. Myndskreytingar eru eftir Láru Garðarsdóttur.

Fyrsti smellur er nú komin út sem rafbók.

 

Í þessari bók eru rakin spor dægurtónlistar allt frá bænda- og hirðdönsum miðalda til stórsveita eftirstríðsára og danshljómsveita 6. áratugar. Komið er við í Vínarborg þar sem valsinn dunaði snemma á 19. öld og fór eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim. Þá er fjallað um polka, óperettur, lúðrasveitir, ragtime, djass, tangó, revíur, söngflokka, stríðsáratónlist og íslensk sjómanna- og síldarlög.

Hlustunarefni sem fylgir með Dægursporum er komið út.

 

skrifað 16. MAí. 2018.