1. Forsíða
  2. Nýtt efni á vef Menntamálastofnunar

Nýtt efni á vef Menntamálastofnunar

Dægurspor

Í þessari bók eru rakin spor dægurtónlistar allt frá bænda- og hirðdönsum miðalda til stórsveita eftirstríðsára og danshljómsveita 6. áratugar. Komið er við í Vínarborg þar sem valsinn dunaði snemma á 19. öld og fór eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim. Þá er fjallað um polka, óperettur, lúðrasveitir, ragtime, djass, tangó, revíur, söngflokka, stríðsáratónlist og íslensk sjómanna- og síldarlög. Kennara- og hlustunarefni auk verkefnasafns verður aðgengilegt innan skamms. 

Geitur í garðinum

Geitur í garðinum er námsefni í flokkinum Sestu og lestu og er ætlað börnum á yngsta stigi og miðstigi sem hafa náð tökum á undirstöðuatriðium lestrar. Því er ætlað að vekja með börnunum lestrargleði og áhuga og kynna fyrir þeim mismunandi framsetningu texta. Einnig er hægt að nálgast bókina sem hljóðbók. 

Gyðingdómur - sáttmáli þjóðar

Bókin hefur nú verið gefin út sem rafbók en afskrifuð í prentaðri útgáfu. Um ræðir námsefni í flokknum Trúarbrögð mannkyns og er ætlað miðstigi grunnskóla. Þar er rakin saga trúarbragðafræðinnar og sagt frá helstu helgiritum, siðum og háttu. Einnig er rætt við íslenska gyðinga. 

Lífið í Ásgarði - rafbók

Hér endursegir Iðunn Steinsdóttir Snorra Eddu fyrir börn en þetta er önnur bókin af þremur og er sjálfstætt framhald bókarinnar Óðinn og bræður hans. Lýst er lífinu í Ásgarði, klækjum Loka og afkvæmum hans, viskubrunninum, smíði virkisveggjarins og ragnarökum. Bókin er prýdd fjölda litmynda. Þriðja bókin er Æsir á fljúgandi ferð – Hefnd Loka.

skrifað 22. NóV. 2017.