Vakin er athygli á nýju efni í stærðfræði:
Safnið mitt
Safnið mitt er lestrarbók fyrir byrjendur í lestri um stærðfræðitengt viðfangsefni. Í bókinni er fjallað um samlagningu. ![]()
Það er safnavika í skólanum og Silla ákveður að taka þátt en hún á ekkert safn. Hverju getur hún fundið upp á?
Sagan tengir stærðfræði við daglegt líf nemenda á skemmtilegan hátt.
Bókin nýtist kennurum við kennslu á nýju viðfangsefni og eins nemendum við lestrarþjálfun.
Ljósin í blokkinni
Ljósin í blokkinni er lestrarbók fyrir byrjendur í lestri um stærðfræðitengt viðfangsefni. Í bókinni er fjallað um frádrátt.
Kötu langar til að fá að vaka lengst af öllum í hverfinu. Þess vegna þarf hún að fylgjast með ljósum nágrannanna.
Sagan tengir stærðfræði við daglegt líf nemenda á skemmtilegan hátt.
Bókin nýtist kennurum við kennslu á nýju viðfangsefni og eins nemendum við lestrarþjálfun.
Dúndurstrákurinn
Dúndurstrákurinn er lestrarbók fyrir byrjendur í lestri um stærðfræðitengt viðfangsefni. Í bókinni er fjallað um sætisgildi. ![]()
Nói reynir að finna leið til að safna 10 000 umbúðum af orkustöngum. En hvernig getur hann talið allt sem safnast?
Sagan tengir stærðfræði við daglegt líf nemenda á skemmtilegan hátt.
Bókin nýtist kennurum við kennslu á nýju viðfangsefni og eins nemendum við lestrarþjálfun.
Stuð á stærðfræðisýningu
Stuð á stærðfræðisýningu er lestrarbók fyrir byrjendur í lestri um stærðfræðitengt viðfangsefni. Í bókinni er fjallað um form.
Sindri og félagar hans slá heldur betur í gegn á stærðfræðisýningunni með óvæntu, ófyrirséðu atriði.
Sagan tengir stærðfræði við daglegt líf nemenda á skemmtilegan hátt.
Bókin nýtist kennurum við kennslu á nýju viðfangsefni og eins nemendum við lestrarþjálfun.
Við minnum á námsefnissýninu og örkynningar Menntamálastofnunar sem kallast Náms-örk og fer fram í Smáraskóla, 14. nóvember kl. 14:30 - 16:30.
Hér má sjá yfirlit yfir nýútkomið námsefni.
