1. Forsíða
  2. Nýtt námsefni | Dimmi-mói

Nýtt námsefni | Dimmi-mói

Dimmi-mói er ný lestrarbók í smábókaflokknum.

Smábækur Menntamálastofnunar eru lestrarþjálfunarefni fyrir börn á yngsta stigi. Bókunum er skipt í fimm flokka eftir þyngdarstigi og er Dimmi-mói í 2. flokki.

Höfundur er Kristín Þórunn Kristinsdóttir og er bókin ríkulega myndskreytt teikningum eftir Árna Jón Gunnarsson.

Á spássíum eru þjálfunarorð sem börnin æfa sig í að lesa nokkrum sinnum áður en þau glíma við textann. Neðst á hverri síðu eru spurningar um efni sögunnar þar sem reynir á skilning og ályktunarhæfni. Ætlast er til að rætt sé við barnið um efnið eftir hverja síðu.

skrifað 19. áGú. 2021.