1. Forsíða
  2. Nýtt námsefni | Grikkland hið forna

Nýtt námsefni | Grikkland hið forna

Grikkland hið forna er þemahefi í sögu fyrir unglingastig grunnskóla og er í bókaflokknum Sögugáttin.

Hér er saga forn Grikkja sögð en þar má segja að hafi verið vagga lýðræðis þar sem fyrstu skref mannkyns í átt að lýðræðislegu samfélagi voru stigin fyrir um 2.500 árum. Sagan af forn Grikklandi, frá Mýkenu til Alexanders mikla, er spennandi, uppfull af ævintýrum, goðsögnum og mikilvægum sögulegum atburðum.

Í bókinni eru fjölbreytt verkefni sem hugsuð eru sem æfing í frekari heimildavinnu. 

skrifað 10. JúN. 2021.