1. Forsíða
  2. Nýtt námsefni, kennarar og kaffi

Nýtt námsefni, kennarar og kaffi

Stories, Hrafninn, Smellur II, Fólk á flótta og Geimurinn er aðeins lítið brot af þeim nýju titlum sem komu út hjá Menntamálastofnun í haust. Í kjölfar útgáfudags sem haldinn var í lok október, bauðst kennurum og öðrum áhugasömum að fá betri innsýn í nýtt efni og hvaða möguleika það býður upp á í kennslu, á námsefnissýningu og örkynningum (Náms-örk) sem haldin var í Smáraskóla 14. nóvember.

Boðið var upp á sex örkynningar þar sem höfundar og ritstjórar námsefnisins fjölluðu um hugmyndafræðina á bak við efnið og hvaða möguleika það býður upp á í kennslu. Fjallað var um nýtt námsefni í ensku, dönsku, íslensku, stærðfræði og samfélagsfræði.

Einnig gafst gestum kostur á að skoða nýtt og eldra námsefni og ræða við ritstjóra um leið og þeir gæddu sér á kaffiveitingum.

Starfsfólk Menntamálastofnunar þakkar fólki fyrir komuna og fyrir gott spjall um námsefni stofnunarinnar

 

          

          

          

          

          

          

 

 

skrifað 15. NóV. 2018.