1. Forsíða
  2. Nýtt námsefni kynnt á útgáfudegi

Nýtt námsefni kynnt á útgáfudegi

Við hjá Menntamálastofnun viljum þakka þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóg við útgáfu námsefnis sem kom út á útgáfudegi 6. nóvember. Margir lögðu leið sína til okkar í tilefni dagsins til þess að kynna sér útgáfu haustsins.

Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar bauð gesti velkomna og sagði í stuttu máli frá því fjölbreytta námsefni sem er komið út. Sem endranær kemur námsefnið út í formi námsbóka, rafbóka, hljóðbóka og kennsluleiðbeininga. Þá voru gefnar út þrjár námsbækur á táknmáli og munu fleiri slíkar væntanlegar á næstunni.

Einn af þeim nýju titlum sem kynntir voru á útgáfudeginum er Ævintýri Sædísar skjaldböku. Um er að ræða leikrit með söngvum en nótur og bókstafshljómar fylgja með ásamt upptökum af lögunum á vef. Þau eru sungin af nemendum í Fossvogsskóla undir stjórn höfundar, Elínar Halldórsdóttur. Fluttu börnin nokkur lög á útgáfudeginum við undirleik Elínar, gestum til mikillar ánægju.

Gefinn hefur verið út útgáfubæklingur þar sem finna má allt nýútkomið efni Menntamálastofnunar.

 

          

 

 

 

 

 

 

 

 

 

          

skrifað 07. NóV. 2019.