1. Forsíða
  2. Nýtt námsefni | Rými - veggspjald

Nýtt námsefni | Rými - veggspjald

Menntamálastofnun hefur gefið út Rými – veggspjald í myndmennt.

Á veggspjaldinu er farið yfir á myndrænan hátt hvað er forgrunnur, miðrými og bakgrunnur. Sýnt er hvernig neikvætt rými nær utan um flöt á meðan jákvætt rými er sjálfur flöturinn. Einnig er sýnt hvernig hlutir virðast minnka í fjarlægð og stækka í nálægð og litir dofna í fjarlægð. Auk þess er farið yfir orð eins og hvarfpunktar (einn og tveir), skörun og sjóndeildarhringur.

Hægt er að panta veggspjallið á vef Menntamálastofnunar en það er einnig aðgengilegt á pdf-formi á vefnum til útprentunar.

skrifað 14. APR. 2021.