1. Forsíða
  2. Opið hús á degi íslenskrar tungu

Opið hús á degi íslenskrar tungu

Menntamálastofnun verður með opið hús fimmtudaginn 16. nóvember kl. 14:30-16:30.

Námsefni verður til sýnis og munu ritstjórar og læsisráðgjafar verða á staðnum til skrafs og ráðagerða.

Dröfn Vilhjálmsdóttir bókasafnsfræðingur verður með kynningu á starfsemi og lestrarhvetjandi verkefnum skólasafns Seljaskóla um kl. 15:00 og Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla, mun kynna Læsissáttmálann um kl. 15:30.

Allir velkomnir en boðið verður upp á nýbakaðar vöfflur með kaffinu.

Sjá viðburðinn á Facebook

 

 

 

skrifað 13. NóV. 2017.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?